Dýrasti uppvöskunartaxti íslandssögunnar?

Ég vona að talan 07.07.07 verði happatala fyrir hjónin sem hafa ákveðið að láta pússa sig saman á þessum merkisdegi, að þau þurfi svo sannarlega ekki að skipta öðrum tölum í tvo parta og verði sem næst sjöunda himni í hjónabandinu, að ekki komi til skilnaðar 08.08.08 eða...

Í málgagni fræga fólksins, Séð & Heyrt er sagt frá dýrasta skilnaði Íslandssögunnar! 

Ef tveir aðilar skipta á milli sín eignum sem þeir eiga sameiginlega, t.d. hjón sem ákveða að skilja og deila eigum sínum í tvo parta, fara eignirnar og féð ekki forgörðum í sjálfu sér, ef  frá er talinn lögfræðikostnaður.

Við skilnað og skiptingu eigna gætu þær þó rýrnað, það getur verið óhagkvæmt að skipta fyrirtæki upp eða selja fasteign þegar verðið er lágt. En eignir halda verðgildi sínu í tveim pörtum, á sama hátt og 100 krónur sem skipt er upp í tvo 50 kalla verða áfram 100 krónur, að vísu í sitthvoru veskinu.

millsEn af hverju er talað um dýran skilnað? Þarf konan að borga kallinn út? Maður hefur og heyrt um ríka kalla sem borguðu "lötum" eiginkonum sem hvorki vöskuði upp né þrifu eftir sig eða kallinn, en eyddi bara deginum í að eyða peningum.

Er "blaðamaður" Séð og Heyrt að halda því fram að umrædd kona hafi ekki átt skilið að fá sinn eigin hlut í búinu, sem hún átti sjálf hlut í?

Hvað er svona dýrt?

Það læðist að mér sá grunur að enn sé litið á konur sem eldabuskur, ræstitækna eða jafnvel gullgrafara, sem fái alltof mikið fyrir alltof lítið framlag þegar kemur að "dýrum" skilnaði, fái margfallt meira í sinn hlut en sem nemur eðlilegum umönnurtöxtum ríkis og bæja og ISS.

P.S. Eiginkona og blaðamaður sett í gæsalappir 04.07.07, kl. 22:12.


mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Benedikt minn. Átti ekki lötum eiginkonum að vera innan gæsalappa hjá þér?

Ég held að Séð & Heyrt svífist einskis til að búa til sem mest grípandi fyrirsagnir.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jú, og kannski hefði ég átt setja  blaðamanninn inní  gæsalappir líka...

Benedikt Halldórsson, 4.7.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Velkominn aftur Benni minn. Gaman að sjá þig aftur á blogginu. Bið að heilsa í bæinn. Kveðja úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 4.7.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk Silla, bið að heilsa öllum...

Benedikt Halldórsson, 4.7.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband