Sunnudagur, 27. maí 2007
".....margir drukkna en það er ekki nógu gott."
Deilur um meðhöndlun persónuupplýsinga munu færast í aukanna eftir því sem fleiri telja sig ekki geta um frjálst höfuð strokið vegna "misnotkun" þeirra, hvorki í einkalífi né í vinnu. Er verið að fylgjast með okkur umfram það sem má teljist eðlilegt? Hvar eru mörkin? Þótt til séu reglur um notkun persónuupplýsinga, ganga sumir aðilar lengra en aðrir sama hversu ýtarleg og skýr heimasíða persónuverndar er.
Stundum er gott að hugsa og staldra við, íhuga hvaða afleiðingar "njósnirnar" hafa. Hvað er það versta sem gæti komið upp á?
Þagar ég var unglingur var ég á fraktskipi, en þar var stýrimaður sem var snillingur í að segja okkur nýliðunum frá afleiðingum lélegra vinnubragða. Hann sýndi ekki bara hvernig ætti að vinna verkið, heldur útskýrði hann nákvæmlega og í smáatriðum hvað gæti hugsanlega gerst ef allt færi á versta veg.
Einhverju sinni þegar ég átti að binda lóðstigann sem var kaðalstigi sem hékk utan á lunningunni svo lóðsinn gæti komið um borð í þessu tilviki. Stýrimaðurinn sýndi mér hvernig ætti að ganga frá stiganum en kom síðan með sína hefðbundnu aðvörun,"segjum sem svo að þú hafir bundið stigann illa, segjum sem svo að lóðsinn sem hefur kannski ekkert alltof gott jafnvægi, fyndi fyrir hnykk og missti jafnvægið í kjölfarið, já, segjum sem svo að hann dytti, skellti höfðinu utan í lóðsbátinn, hyrfi í sjóinn steinrotaður og drukknar, en það er nú ekki nógu gott".
Í annað skipti vorum við að sjóbúa og stýrimaður var að kenna okkur á ankerisbremsurnar, hann sýndi hvernig ætti að ganga frá þeim en kom náttúrlega með sögu í leiðinni: "Strákar, segjum sem svo að þið hafið ekki gengið almennilega frá bremsunum, segjum sem svo að við sáum nýlagðir úr höfn og lestarnar opnar, já, segjum sem svo að við siglum á grunn vatni, ankerið losnar vegna lélegra vinnubragða ykkar, ankerið nær að festa sig við botninn, skipið er á fullri ferð, það leggst á hliðina og sekkur og margir drukkna en það er ekki nógu gott."
George Orwell reyndi eins og stýramaðurinn að vara okkur við.
Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helvíti góður þessi stýrimaður. Hefur væntanlega fengið ykkur til að vera á tánum varðandi allt öryggi. hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 13:54
Fólk á að vera tortryggið og á verðbergi eins og stýrimaðurinn, maður veit aldrei hvað getur gerst....við hlógum reyndar í laumi að stýrimanninum sem virkaði mjög ýktur en svo sannarlega náði hann athygli okkar....
Benedikt Halldórsson, 27.5.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.