Sáttastjórn hefur verið mynduð. (sjá mynd af Sameinaða Turninum)

turn minniÞað er ljóst að stórtíðindi hafa orðið í íslensku samfélagi; tveir "turnar" sem hafa eldað grátt silfur árum saman hafa náð að sameinast í einum "turn", einum málefnasamningi, einni stjórn hins nýja sameinaða "turns".

Það er líka ljóst að snemma beygist krókurinn eins og í tilfelli Geirs og Ingibjargar.

Gefum þessari stjórn tækifæri, svona í 100 daga í það minnsta, áður en kemur að hinu hversdagsega íslenska háði sem er svo ofnotað að það er að verða álíka áhrifamikið og góður geispi.

Þegar við gefum einhverjum tækifæri, er ómögulegt að skýra leiðangurinn óviðeigandi nöfnum. Leiðangur fyrstu manna sem reyndu að komast norðurpólinn var ekki kallaður, "misheppnaði pólleiðangurinn".

Það gengur ekki að kalla styrka stjórn, "litlu Bleikjuna", sem er svo sem fallegur fiskur en er engin hvalreki. Ekki getur hún heitið, "spillta Baugsstjórnin" sem gengur erinda verslunarkeðju. Ekki er hægt að nefna hana, "Þingavallastjórn", það er allt of nálægt Bleikjunni (?) auk þess sem konum var drekkt á Þingvöllum öldum saman! Ekki gengur heldur að nefna nýju stjórnina "nýja Viðreisnarstjórnin", það er alltof langt og óþjált orð auk þess sem skiptar skoðanir eru um ágæti Viðreisnarstjórnarinnar.

Þar af leiðandi heitir þessi stjórn í upphafi leiðangursins:

Sáttastjórnin er gott nafn, en förum þó ekki að deila um það.


mbl.is Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar undirrituð á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ég nálgast greinarnar sem þú notar til að mynda 'turninn' einhvers staðar?

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæll Helgi, ég fór inn í gagnasafn moggans, fer síðan inn á "Morgunblaðið hjá Landsbókasafni", síðan ferðu í orðaleit og stimlar t.d. "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir" og hafðu nafnið innan gæsalappa, og þá koma gamlar blaðagreinar með viðkomandi. Ég færði textann svo í PhotoSHop og bjó til turnin þar. En ég mæli með gömlum blaðagreinum, þær eru alveg óborganlegar .

Benedikt Halldórsson, 23.5.2007 kl. 20:20

3 identicon

Það er ekki flóknara en það. Takk Benedikt.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband