Efast skaltu stórlega um skoðanir nágranna þíns...

 Þegar við vorum lítil börn lærðum við sögur og vísur utanbókar en skildum ekki endilega innihaldið. Við trúðum á jólasveininn og trúðum að það sem  fullorðna segði að væri rétt, væri rétt. Þegar við þurftum að fá úr einhverju deilumáli skorið var nóg að spyrja pabba eða mömmu og þar með var málinu lokið, engin áfrýjun, málinu var ekki vísað til hæstaréttar.

En svo tók efinn við með sínum gráu tónum; það sem áður var annað hvort eða ekki, varð stundum og stundum ekki, allt eftir aðstæðum og samhengi.

Það má segja að efinn sé æfing í rökhugsun, æfing í að trúa ekki hverju sem er um hvað sem er. Ekkert fyrirbæri í heiminum er svo pottþétt að ekki megi efast um gagnsemi þess eða sannleiksgildi. Efinn heldur manni vakandi, svo maður sofni ekki á verðinum og láti t.d. sjónvarpssölumenn selja sér eitthvað sem maður hefur enga þörf fyrir eða láti gabba sig með ýmsum sjónhverfingum, í allskonar formi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband