Færsluflokkur: Bloggar

Þegar fólk getur ekki tjáð sig með orðum er kannski skást að sletta skyri...sjá blaðagrein frá 1972.

Hafa samtökin Saving Icleland aldrei heyrt um Helga Hóseasson sem reyndi allt hvað hann gat til að ná eyrum stjórnvalda án árangurs (að hans mati) og sletti því vel hrærðu íslensku skyri á þingmenn og þinghús.

skyri slett


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múgurinn hefur rétt fyrir sér.

Ég las einu sinni skemmtilega bók sem heitir The Wisdom of Crowds. Þar er útskýrt á snilldarlegan hátt hvers vegna "kjósendur" eins og ég, getum jafnvel verið dómbærari en gagnrýnendur og sérfræðingar.

Ef 1000 manna úrtak væri valið af handahófi og við, þar á meðal ég, værum beðin að meta kvikmynd eða  listavrk, væri augljóst að fæst okkar kæmust með tærnar þar sem vel menntaðir gagnrýnendur hefðu hælanna.

En segjum sem svo að við (múgurinn) fengjum það hlutverk að gefa sýningu einkunn, t.d. með því að velja tilbúnar umsagnir sem væru frá niðurrifi til upphafningar og allt þar á milli. Það má segja að "sannleikan" um "gæði" sýningarinnar væri að finna í rauðu miðjunni á "skotskífunni" ef svo má að orði komast, örfáir sýningargesta hittu nákvæmlega (örugglega ekki ég) en feilskot okkar dreifðust hlutfalslega jafnt í kringum "sannleikann", ekki ósvipað því sem gerist hjá IMDB kvikmyndavefnum þar sem almenningur gefur kvikmyndum einkunn. Hjá Rotten Tomatos, kvikmyndavefnum eru hins vegar viðurkenndir gagnrýnendur, en það sem er merkilegast er að vefirnir eru algerlega samhljóða um  lélegar kvikmyndir og allra bestu myndirnar og flestar þar á milli. (Ég er fyrir löngu hættur að reiða mig á einn gagnrýnanda þegar kvikmyndir eiga í hlut.)

Gallinn við einn gagnrýnanda er að honum vantar aðhald, hann getur gert mistök eins og annað fólk. Ef margir gagnrýnendur (mörg egg) dæmdu sýningu, kvikmynd eða leikrit myndu þeir örugglega vanda sig og leggja sig fram. Það kæmist upp um þann sem t.d. hefði fordóma gangvart listamanni, væri illa upplagður þegar hann skoðaði sýninguna, í tímahraki eða annað sem truflaði einbeitingu hans og áhuga.

Í raun minnir einn áhrifamikill, virtur og viðurkenndur gagnrýnandi á upplýstan einvald, þeir gengust oft upp í valdinu með hörmulegum árangri og við tók lýðræði sem gefst að jafnaði betur þótt mörg okkar hafi ekki hundsvit á pólitík.


GÁTA: Fyrir hvað standa prósentutölurnar á myndinni...

PRÓSENTA

Í Kína eru hundar borðaðir en á íslandi...

Kynlíf og kjaftasögur selja,

um klikkað fólk og galið,

Verðum því að velja á milli,

en vöndum samt valið.

 

Hér er önnur vísa um sama efni.


mbl.is Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttur selur hund á ebay...

köttur

Það er líf og fjör á ebay og sumir gera ótrúlega góð kaup aðrir ekki. Þar er hægt er að selja og kaupa allt milli himins og jarðar sem á annað borð hægt er að senda. 

En þessar 65,400 evrur sem drengurinn í Norfolk "eignaðist" á óvæntan og ótrúlegan hátt er lyginni líkastur en “söguþráðurinn” er eins og illa skrifað handrit í heimskulegri B mynd þar sem söguhetjan finnur fulla tösku af peningum bara sisvona en peningarnir eru oftast  "eign" glæpamanna sem reyna allt hvað þeir geta til að endurheimta féð. 

 


mbl.is Pantaði leikjatölvu en fékk fimm milljónir í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslbrúðartertur og annar skyndibiti.

Sá sem borðar bara franskar kartöflur og hamborgara í öll mál eins og náunginn í myndinni "super size me" , umfram hitaeiningaþörf, fitnar að sjálfssögðu, líka Jennifer Lopez. Gallinn við suma skyndibita er sá, að þeir geta verið afar hitaeingaríkir og mjög fituríkir.  

En hvaða rusl er annars verið að tala um? Hefur einhver borðað ruslkonfekt frá Nóa og Síríus, ruslhreindýrasósu með hreindýrasteikinni á jólunum eða ruslbrúðartertur. En eins og flestir landsmenn vita, fyrir utan lítil börn, er ekki hollt að borða bara brúðartertur í öll mál.

Ef við hins vegar værum í naglföstu fæði hjá alþjóðlegum skyndibitakeðjum og værum hlekkjuð við keðjurnar og mættum alls ekki borða annarsstaðar, mætti kannski tala um ruslfæði.

Eina fólkið sem borðar í raun ruslfæði eru þeir sem borða upp úr ruslatunnum, en reyndar þekki ég engan sem það gerir.


mbl.is Jennifer Lopez borðar ruslfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænir Íslendingar og hamingjupróf, "Happy planet index"

Í Gardian er ekki bara vitnað New Economics Foundation og Friends of the Earth, það er ekki bara verið að tala um hversu hamingjusamir íslendingar séu, heldur hversu GRÆNIR og VISTVÆNIR við séum. Vitnað er í Nic Marks sem segir Ísland gott dæmi um að hamingjan þurfi ekki að vera á kostnað náttúrunnar. Þessi vistvæni maður telur semsagt að Íslendingar séu hamingjusamir m.a. vegna þess að þeir umgangast land sitt af varúð og varfærni. Ekki er minnst á Kárahnjúkavirkjun eða önnur meint "hryðjuverk" gegn náttúru íslands sem ég hélt að allir meðvitaðir græningjar væru með á hreinu. Gefum Íslandsvininum Nic orðið:

"Countries like Iceland clearly show that happiness doesn't have to cost the earth," said Nic Marks,[...] "Iceland's combination of strong social policies and extensive use of renewable energy demonstrates that living within our environmental means doesn't mean sacrificing human well-being."

---o---o---

Á síðunni "Happy planet index" sem tengist þessum sama Nic er að finna "allt" um hamingjuna, hamingju hvers ríkis,  auk þess sem hægt er að taka persónulegt hamingjupróf. Góða skemmtun.


mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á öndverðu bloggi og koddaslagur

koddaslagure

          

   Á öndverðu bloggi

Fyrir áratugum var umræðuþáttur í Sjónvarpinu sem hét, "Á öndverðum meiði". Tveir skoðanafastir karlar skiptust á skoðunum en þeir voru ALLTAF ósammála hvor öðrum.
Í dag eru það tveir heiðursmenn sem hafa komist að sitthvorri niðurstöðinni um sama atburðinn en eftirfarandi frétt er tilefnið.
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland
Fjórir mótmælendur voru handteknir í gær þegar aðgerðasamtökin Saving Iceland mótmælti stóriðjustefnu og virkjunum. Þrír mannanna gistu fangageymslur í nótt en einum þeirra var sleppt í gærkvöldi..meira.
Hvað er að !!!Ofbeldisfullt "hugsjónafólk" ?
Spyr, Pálmi GunnarssonSpyr, G. Tómas Gunnarsson
Hver gefur skipanir um aðgerðir gegn aðgerðasamtökunum Saving Iceland ??  Eru mótmæli bönnuð á Íslandi ???  Ég spyr vegna þess að ég hef haldið hingað til og mun…meira.Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna sumt fólk telur það vænlegt til að vekja athygli á einhverju eða að vinna einhverjum málstað fylgi, að fara með ofbeldi á hendur samborgurum sínum…meira.

mbl.is Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband