Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Kreppan og Súperman

Þegar leitað er skýringa á þeirri efnahagslegri ógæfu sem dunið hefur yfir okkur, er vinsælt að kenna skúrkunum um. Jú, sko, þeim sem komu kreppunni af stað! Kreppan hlýtur að vera einhverjum að kenna. Eva Joly ýtir undir þá trú að orsök kreppunnar á Íslandi séu afbrot glæpamanna sem eigi að fá þunga dóma í samræmi við dýpt kreppunnar.

En er ekki kreppan alþjóðlegur faraldur og þjóðir með veikustu varnirnar verða harðast úti? Áttu stjórnvöld að styrkja varnirnar? Að sjálfsögðu. En stjórnvöld eru ekki alsjáandi og alvitur, ekki frekar en venjulegt fólk, hvort sem það vinnur hjá hinu opinbera eða í banka. Jafnvel fólk sem starfar við eftirlit er ekki alviturt! Þess vegna var í sjálfu sér eðlilegt að fólk með venjulegan heila tæki ákvarðanir sem við súpum nú seyðið af. Það er ekki glæpur að gera mistök, eða hvað?

En allra verstu mistökin voru að aftengja frelsi og ábyrgð. Þar sváfu margir heilar á verðinum. 

Það er semsagt í tísku að láta sem flókinn veröld sé einföld, þá verður manngangurinn einfaldur eins og í sögunni af Súpermann en bjargvætturinn góði varð einmitt til eftir heimskreppuna miklu á síðustu öld. Einföldunin er að líta svo á, að allt það vonda sem hendir okkur sé ávallt illum öflum að kenna. Þar er engin óheppni, tilviljanir eða mistök, ekkert er flókið og allt er einfalt.

Skúrkarnir og Lex Luthor (Davíð Oddson), sem komu okkar á kaldan klaka, eru ekki bara ljótir á sálinni heldur aðhyllast þeir vonda hugmyndafræði af því að þeir eru svo vondir! Góðu stjórnvöldin eru ekki bara óspillt og góð eins Súpermann, þau eru líka alvitur og alsjáandi, öfugt við stjórn skúrkana sem sjá bara eigin nafla sökum græðgi og siðblindu. Hinir góðu geta afturámóti stjórnað öllu samfélaginu eins og það leggur sig og fengið ýmsa útlenda ofurhetjuverktaka á tímakaupi til að uppræta glæpi skúrkanna. 

Kannski munu einhverjir fara í fangelsi til viðbótar við þá sem þar eru fyrir en kreppur orsakast ekki af glæpum, þótt slíkt vilji brenna við í teiknimyndasögum.


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í boði?

Af hverju ekki að kjósa fyrst um aðild að ESB og svo aftur þegar þegar aðildarviðræðum er lokið?

Aðild að ESB snýst ekki um hvað hægt er að fá mikið fyrir lítið. Aðildin er varanleg. Hún er sameining.

Það er miklu eðlilegra að samþykkja fyrst aðild með fyrirvara um að samningurinn verði ásættanlegur. Það er lítið mál að fá fólk til að samþykkja aðildarviðræður um hvað sem er með þeim "rökum" að við getum ekki neitað fyrr en við sjáum hvað er í boði!

Ef almenningur væri spurður um hvort við ættum að sækja um að verða 53 ríki Bandaríkjanna er ekki víst að svarið yrði fyrirsjáanlegt. Ekki ef linnulaus áróður allra fjölmiðla snerist um að við ættum fyrst að fara í aðildarviðræður og sjá hvað hægt væri að fá mikið fyrir lítið!

Hvað er í boði með aðildarviðræðum við ESB? Svar: Aðild að ESB. Um það á að kjósa.


mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis kynning á frambjóðanda

Hver er fréttin? Fyrirsögnin lofar góðu, "Margt líkt með Íslandi og fyrrum Afríkunýlendum" og maður á von á einhverju bitastæðu frá sérfræðingi í skuldastýringu Afríkuríkja en svo kemur í ljós að "vitnið" er frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar.

Í hverju einasta flokki eru fátækir frambjóðendur sem eru jafnframt sérfræðingar og fræðimenn sem hægt væri að fá til að tala illa um hina flokkana eftir pöntun. Þó ekki nema til að vekja athygli á sjálfum sér og sínu framboði.

Hagfræðingurinn og sérfræðingurinn vék fyrir frambjóðandanum þegar hann komst að þessari merkilegu niðurstöðu: "að hér á landi hafi verið við völd spilltur stjórnmálaflokkur með nánast alræðisvald sem hafi rústað stjórnsýslunni."

Hér er ekki frétt á ferðinni, heldur ókeypis kynning á frambjóðanda.


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband