Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Kexrugluð skattheimta

Ef skattar á "óhollustu" drægju úr neyslu hennar væri ekki hægt að áætla skatttekjur upp á tvo og hálfan milljarð. Þannig treysta stjórnvöld því að fólk haldi áfram að úða í sig kexi og þamba gos sem skilar milljörðum í ríkiskassann.

Fyrir hugmyndaríka skattheimtumenn er gósentíð framundan. Allt sem er óþarft og óhollt fer í 24,5%.

Þannig mætti hafa tvö skattþrep fyrir lærissneiðar, 7% fyrir kjötið en 24,5% fyrir fituna og beinin.

Fallhlífarstökk færi í 24,5% en allt flug í 7%, það er nefnilega algjör óþarfi að stökkva úr flugvél á miðri leið enda stórhættulagt athæfi sem skattleggja skal eftir því.

Svona mætti lengi telja - fram til skatts.


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannhjól ársins!

Hverjum datt í hug að taka sum tannhjól fram yfir önnur í leiksýningu sem er þegar best lætur einsog vel smíðuð klukka, með þúsund litlum pörtum sem vinna saman sem ein órofa heild.

Kannski ættum við að velja stjörnu ársins á himinhvolfinu. Við gætum tilnefnt Júpíter, Mars og Plútó.

Áhorfandi.

 


mbl.is Utan gátta fékk flest verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 145734

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband