Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Höskuldur er þröskuldur

Höskuldur er hindrun, hann er ljón í veginum og hefur sjálfsstæða skoðun. Fleiri þingmenn mættu greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni. Er ekki verið að kvarta yfir ráðherraræði þar sem þingmenn eru eins og hverjir aðrir sjálfssalar? Ef aldrei eru steinar í götu ráðherranna, engir þröskuldar mætti alveg eins kaupa fjarstýrðar dúkkur sem segja já eða nei eftir þörfum ráðherra.
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalreki

Eftir því sem fróðir menn telja er ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar nema Steingrímur J. Sigfússon sem er að tefja málið vegna formgalla!

Ekki hefur dregið úr ferðamannstraumi til Íslands vegna hvalveiða. Þær eru atvinnuskapandi og bráðnauðsynlegar. Það eru ENGIN haldbær rök gegn hvalveiðum. Hins vegar verður því ekki móti mælt að mörgum þykir vænt um hvali og líta á þá sem dúllur sem eigi að vernda fram í rauðan dauðan.

Ef Steingrímur kemur í veg fyrir veiðarnar í miðri kreppunni, þegar nóg er af hvölum í sjónum og margar vinnufúsar hendur sem vantar vinnu, leggst hann gegn þeim sem eru að reyna að leggjast á eitt að endurreisa Ísland.


mbl.is Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skákklukku í Kastljósið strax

Ekkert er leiðinlegra en þegar tveir viðmælendur í Kastljósi keppast um að tala hvorn annan í kútinn með munnræpu. Ég legg til að fenginn verði skákklukka í Kastljósið. Klukkan gengur á ræðumann eins og á skákmann sem er að hugsa næsta leik. Sá sem talar of mikið fellur á tíma og því á sá lokaorðin sem segir minna í upphafi. Þá gilti að segja sem mest á sem stystum tíma. 

Orðaskak yrði að orðaskák.


Fylgifiskar

Fylgi er eins og stygg síldartorfa. Við bankahrunið fór torfan til vinstri, aðallega til VG sem mun styggja fylgið með verkum sínum.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband