Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hin kostulega kveðja

Í Vísi er sagt að Jón Gerald heilsi öllum viðskiptavinum sínum. Svoleiðis á að koma fram við vini sína, jafnvel þótt þeir séu bara viðskiptavinir sem ráfa um og kaupa lítið sem ekki neitt en fá þó handaband í bónus.

Ég geri ráð fyrir að Jóhannes í Bónus fari að dæmi Jóns og heilsi líka sínum búðarvinum enda er það augljós Kostur.

En Krónan á í vanda ef farið verður út í vináttustríð. Hver á Krónuna? Þar er enginn Kalli í Krónunni og því er engum hægt að heilsa þar. Það er mikill óKostur. Allir þekkja afturámóti Jóhannes og Jón og maður heilsar jú þeim sem maður þekkir.


mbl.is Opnun Kosts seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband