Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hræðslusporin 12

Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðast ekki þekkja hræðslusporin 12 sem hvert mannsbarn á Íslandi ætti að þekkja núorðið.

Hræðslusporin 12

  1. Við viðurkenndum skuldir okkar og sök í Icesafe og að við gætum ekki höndlað málið fyrir dómstólum.
  2. Við fórum að trúa að undirlægjuháttur gæti gert okkur fjárhagslega heilbrigð að nýju og báðum því um reikninginn.
  3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja í umsjá AGS, samkvæmt skilningi okkar á stofnuninni.
  4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil, játuðum strax og báðum um langt gæsluvarðhald.   
  5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir AGS, sjálfum okkur og Evrópusambandinu um allt hvaðeina sem hægt var að klína á okkur.  
  6. Við vorum þess albúin að hlýða AGS og ESB án skilyrða.
  7. Við báðum AGS og ESB í auðmýkt að losa okkur við eigin ákvarðanir um aldur og æfi.
  8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum sem stjórnar AGS og urðum fús til að bæta fyrir þær með hlýðni, gæsluvarðhaldi og sektum.
  9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust og án malaferla svo framarlega sem það særði engan útlending.
  10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum yfirsjónir okkar og réttleysi fyrirfram.
  11. Við styrktum vitundarsamband okkar við AGS með öllum tiltækum ráðum og báðum um það eitt að vita vilja AGS og hafa mátt til að framkvæma hann.
  12. Við urðum fyrir undarlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum eftir.

mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband