Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Dæmisaga

Fréttir geta veitt innblástur.

Nú er ljóst að ef maður er á sundskýlunni einni fata í frosti, lækkar hitatapið í gegnum höfuðið niður í 10%. Ef maður fer hins vegar í góðan skjólfatnað en er með höfuðið bert þá mun hitatap í gegnum hausinn verða allt að 40-45%.

Þessi dæmisaga kennir okkur að hækka ekki skatta!


mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er með hugmynd

Hvernig væri að við byðum hvort öðru í mat.

Við stofnum félag. Þeir sem eiga fyrir mat og vel það en vantar félagsskap bjóða fólki í mat. Fólk sem hefur farið illa út úr kreppunni eða bara vill gera sér dagamun og gæti vel hugsað sér að borða hjá ókunnu fólki sem vill sýna samstöðu í verki. Það er óþarfi að öskra sig hásan yfir spillingu eða aðstæðum okkar, við eldum bara og leggjum á borð fyrir náunga okkar. 

Ég er t..d. að fara að elda lasagna á eftir en strákarnir mínir (fullorðnir) sem búa hjá mér kaupa oftast sinn eigin mat og ég hugsa að ég borði einn lasagnað. Ég gæti vel hugsað mér að bjóða heilli fjölskyldu í mat. Hún fengi mat og ég félagsskap en mér finnst rosalega gaman að tala. Allir græða.

Þetta er bara hugmynd sem ég varpa fram og legg áherslu að sameiginlegan hagnað allra, en aðeins öðruvísi hagnað en hefur tröllríðið samfélagi okkar. Og, hugmyndin er ekki sett fram í nafni Trúar eða samtaka. Ég held að öll góðverk séu gerð til að öðlast virðingu og viðurkenningu annarra!


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá: Léleg mæting á laugardaginn

Ég skil ekki hvernig krafan um nýjar kosningar eigi að sameina þjóðina. Fólk er sammála um að ástandið sé ekki gott og getur sameinast í almennum mótmælum gegn bölinu, kreppunni, ástandinu og harðindunum en fólk er ekki sammála um hvernig bæta eigi bölið.

Að krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar gjaldeyriseftirlitsins og nýrra kosninga er ekki breiðfylking gegn ástandinu, heldur aðeins krafa um afsögn Seðlabankastjórnar, afsögn gjaldeyriseftirlitsins og nýjar kosningar og ekkert annað.

Hvernig geta slíkar kröfur skapað samstöðu og samkennd með þjóðinni?

Þær gera það ekki.


mbl.is Áfram mótmælt á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband