Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

ÉG VIL SJÁ VÆGARI DÓMA

Ég er að spá. Getur verið að ég sá eini á Blogginu sem vill alls ekki sjá lengri fangelsisdóma almennt, ekki einu sinni fyrir kynferðisafbrotamenn eða ofbeldismenn?  Ég vil reyndar sjá miklu styttri dóma fyrir fíkniefnasmygl.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Á íslandi eru um 100 manns í fangelsum á hverjum tíma. Í Bandaríkjunum er samsvarandi tala um 2000. Af hverju ætli glæpatíðni sé margfalt lægri hjá okkur þrátt fyrir að tuttugu sinnu færri sitji í fangelsum? Eða, hvernig ætli standi á því að glæpatíðni virðist vera í öfugu hlutfalli við lengd dóma?

Ég skil ekki þetta hatur og heift gagnvart mönnum sem eru á leið í fangelsi. Er ekki nóg að dæma þá í fangelsi, þarf líka að sparka í þá og níða svo þeir komist örugglega ekki aftur út í samfélagið? Þarf að níðast á þeim svo ættingjar verði fyrir aðkasti?

Það hvarflar ekki að mér að þeir sem ganga harðast fram í fordæmingu á blogginu séu að gera samfélaginu nokkurt einasta gagn. Síður en svo. Það gerir einangrun þeirra, sem vissulega hafa framið glæpi sem ég er ekki að afsaka á nokkurn hátt, miklu meiri en hún þyrfti að vera.

Ég vona svo að þessi umræddi maður sem fjallað er um í fréttinni standi sig vel í fangelsinu og gefist ekki upp og tökum vel á móti þeim föngum sem eiga eftir að koma út á næstunni, langfæstir af þeim brjóta aftur af sér og aðeins 5% kynferðisafbrotamanna.

Það væri gaman að heyra í þeim sem hafa álíka skoðanir og líka hinum sem eru algerlega ósammála.


mbl.is 14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HJÁ TÓMASI

kálfakjöt

Ég var um 10 ára gamall, í Íslandssögutíma hjá Tómasi Einarssyni kennara í Hlíðaskóla, þegar ég skildi að dauðarefsingar væru rangar.

Tómas sagði frá hefndarskyldunni. Maður sem drap morðingja bróður síns var sjálfur drepin af bróður þess sem hann drap sem svo aftur var drepinn og þannig koll af kolli.

Að vísu talaði Tómas ekkert um dauðarefsingar almennt en ég dró bara þessa ályktun auk þess sem mér var meinilla við að kálfur sem ég hafði gefið að drekka mjólk á hverjum degi i sveitinni skildi líflátinn og étinn með sykruðum, kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbabarasultu.

Þá vissi ég að ég gæti hvorki orðið bóndi né böðull.

En aftur að dauðarefsingum. Ég er á móti þeim og nenni ekki að færa rök fyrir þeirri skoðun minni enda eru þau rök ekki bara hlutlaus rök heilatölvunnar minnar heldur er kálfur og kennslustund hjá Tómasi að þvælast fyrir dauðasprautunni.


mbl.is Aftaka í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MAHMOUD VEIT HVAÐ HANN SYNGUR II

FORSETI IRANMahmoud forseti veit hvað hann syngur.

Nú efast engin lengur um heilindi hans og heiðarleika eftir greiningar hans á samtímanum.

Ef sami heilinn er ennþá að verki sem komst að þeirri niðurstöðu að engir samkynhneigðir fyrirfyndust í Íran, segir okkur nú að engin hætta stafi af kjarnorku Írana, stafar engin hætta af kjarnorku Írana.

Við getum andað léttar og slakað á.  


mbl.is Íransforseti segir kjarnorkumáli Írans lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MAHMOUD VEIT SVO SANNARLEGA HVAÐ HANN SYNGUR

FRELSIÐ Í ÍRANAlltaf gaman þegar menn sjá hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Mahmoud er ekki haldin neinum grillum af neinum toga, trúir hvorki á álfa, huldufólk né drauga. Hann er réttsýnn, sanngjarn, góðgjarn og ann frelsi, jafnrétti og bræðralagi.

Hann dregur réttilega þá ályktun að engin samkynhneigð fyrirfinnst í Íran vegna þess að engin hefur komið út úr skápnum ennþá.

Við hvað ætti fólk svo sem að hræðast?

Í  landi eins og Íran þar sem fólk er frjálst til orðs og æðis er ljóst að það þorir að koma til dyranna eins og það klætt en það vill bara svo skemmtilega til að allir eru eins klæddir.


mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓLUKKUNNAR LOTTÓ

Af hverju lætur fólk plata sig til að kaupa lottómiða í hverri einustu viku árum saman. Gerir fólk sér ekki grein fyrir að það eru ömurlega litlar líkur að fá stóra vinninginn?

Veit fólk ekki að potturinn er fjórfaldur vegna þess að vinningslíkurnar eru svo hræðilega litlar! Og til að kóróna vitleysuna vottar ekki fyrir sektarkennd hjá lottóliðum sem auglýsa grimmt að nú sé hann fjörfaldur, eins og það séu einhver meðmæli með lottóinu. Þótt milljónir raða hafi verið seldar gengur vinningurinn samt ekki út!

Segjum sem svo að þú kaupir eina röð af lottói einu sinni í viku. Hvenær býstu nú við að fá þann stóra? Ekki veit ég líkurnar nákvæmlega en ef þú kaupir miða næsta laugardag og svo á hverjum laugardegi upp frá því, giska ég á að þú þurfir að bíða eftir þeim stóra fram á einhvern laugardaginn árið sautján þúsund og sjö eftir á að giska 15.000 ár.

En þá máttu ekki gleyma að kaupa hann vikulega!


mbl.is Potturinn fjórfaldur næsta laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CLINTON BORÐAR SS PYLSUR

Bill og Hillary 2Ef ég hefði kosningarétt í Bandaríkjunum myndi ég hiklaust kjósa Hillary Clinton enda er hún mikill Sjálfstæðismaður í sér. Hún er ekki eins smámunasöm og Villi í borginni. Að vísu á hún erfiðan eiginmann en ég held að þau hafi bæði lært af reynslunni; hún að erfitt er að eiga við heilbrigðiskerfið og hann að hafa hemil á sér þegar lærlingar eru annars vegar. Hún þekkir herbergjaskipan í Hvíta húsinu mjög vel og mun ekki villast í stjórnkerfinu. Hún mun berjast fyrir almennum mannréttindum og reisn hins venjulega manns og þá er ég ekki að tala um eiginmanninn.

Og eiginmaðurinn borðar SS pylsur sem er góð landkynning.


mbl.is Clinton kynnir hugmyndir um miklar umbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR VARST ÞÚ STADDUR ÞEGAR ÞÚ FRÉTTIR AF GOOGLE?

googleÉg man hvar ég var staddur; ég var í hádegismat í vinnunni og einn vinnufélagi kom til mín, ég hélt að eitthvað væri að  en ég skildi hann bara ekki enda gólaði hann eins og hani. En þá gafst hann upp og skrifaði „google.com.“


mbl.is Tíu ár síðan lénið google.com var skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆKKUM BENSÍNIÐ Í BOTN

Ef hækkun á bensínverði gæti leitt til þess að þjóðin grenntist, væri kjörið að hækka bensínlíterinn umtalsvert á sama hátt og rándýrt áfengi hefur komið í veg fyrir misnotkun þess og allskonar vandamála sem fylgir ódýru áfengi, auk þess dýrt áfengi hefur komið í veg fyrir ólæti í miðbænum um helgar eins og allir vita. 

Lýðheilsustöð ætti að berjast fyrir hækkun á bensíni!


mbl.is Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband