Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Tilvitnanir í Woody Allen

  • "Join the army, see the world, meet interesting people - and kill 'em."
  • "My brain: It's my second favorite organ."
  • "Man was made in God's image. Do you really think God has red hair and glasses?"
  • "Not only is there no God, but try getting a plumber on weekends."
  • "It's true I had a lot of anxiety. I was afraid of the dark and suspicious of the light."
  • "I'm not afraid of dying...I just don't want to be there when it happens."
  • "Most of the time I don't have much fun. The rest of the time I don't have any fun at all."
  • "If my film makes one more person miserable, I'll feel I've done my job."
  • "My one regret in life is that I am not someone else."
  • "Most of life is tragic. You're born, you don't know why. You're here, you don't know why. You go, you die. Your family dies. Your friends die. People suffer. People live in constant terror. The world is full of poverty and corruption and war and Nazis and tsunamis. The net result, the final count is, you lose - you don't beat the house"
  • "Having sex is like playing bridge. If you don't have a good partner, you'd better have a good hand."


Silfur Egils

Hvað sem má segja um þátt Egils Helgasonar verður það ekki af honum skafið að hann er hreinn snillingur í þáttastjórn, einhvern veginn kemst meira til skila af skoðunum, hugsunum og fordómum fólks en í nokkrum öðrum þætti. Egill gæti áreiðanlega nýst lögreglunni í að upplýsa sakamál, meintir “afbrotamenn” myndu óvart játa og segja allt af létta. Egill hefur einstakt lag í að “hjálpar” fólki að koma til dyranna eins og það er klætt, í því felst snilldin.

Efi

Stundum er fólk svo ófyndið að það er hreinlega bráðfyndið, og stundum er það svo heilbrigt að það er beinlínis sjúklegt. Stundum er fólk svo réttsýnt að það hlýtur að hafa rangt fyrir sér. Eða eins og einn snjall geðsjúklingur orðaði það svo eftirminnilega, “ég geri mér fulla grein fyrir geðveiki minni, þar af leiðandi er ég ekki geðveikur”.

Það er ekki góð skemmtun að velja "ranga" mynd.

Hefurðu farið á videleigu og eytt löngum tíma í leit að réttu myndinni sem átti að gleðja og skemmta en varðst fyrir miklum vonbrigðum með valið og til að bæta gráu ofan á svart þarftu að muna eftir að skila hinni ömurlegu mynd daginn eftir. "Muna að skila leiðinlegu myndinni sem ég eyddi kvöldinu í að velja og horfa á." Það getur tekið heilan klukkutíma að velja myndina, svo tekur uppundir tvo tíma að horfa á hana og hálftíma að skila henni. Þannig að ég eða þú eyðum kannski mörgum klukkutímum í leiðindi sem við þurfum að borga fyrir. 

Ég held að ég sé búin að finna lausnina á þessu mikla heimilisböli. Mig langar að deila lausninni með öðrum bloggurum enda er mikið í húfi, peningar og tími og misheppnuð kvöld sem gætu nýst til einhvers annars. Þú ferð einfaldega inn á vefslóðina, http://www.imdb.com/, og velur mynd sem fær 7 eða hærri meðaeinkunn. Þær 178 myndir sem ég tilgreini hér neðar á síðunni er allt myndir sem fá að minnsta kosti 7 í meðaleinkunn þótt vissulega séu til góðar myndir sem falla ekki fjöldanum í geð og smekkur fólks er ekki sá sami en í yfirgnæfandi meirihluta tilvika ætti kvöldinu að vera borgið. Ég lofa því, góða skemmtun.


Byssur drepa

Enn og aftur sannast það að byssur drepa, án þeirra gæti óður maður ekki drepið 30 manns á einu bretti.

Byssur veita hinum almenna borgara í bandaríkjunum rammfalskt öryggi, það er sennilega ekki til verri vörn í veröldinni en skammbyssa eða vélbyssa, það er margfalt betra að flýja af hólmi og forðast skotbardaga eins og heitan eldinn, fela sig frekar eða beita skynseminni til að verja sig og sína.


Lagt af stað

 

Þessi fyrstu skrif mín á blog.is er ekki eins merkilegur viðburður og þegar stóru skipi er hleypt af stokkunum, fyrsta skóflustungan tekinn að miklu mannvirki og enn síður þegar borði er klipptur til að hleypa fyrsta bílnum í gegnum löng jarðgöng enda byrja ég bara með tvær hendur tómar á lyklaborðinu og afar óljósar hugmyndir um framhaldið. Það mun bara koma í ljós hvað verður.

Ég hef þó sett mér nokkur markmið sem ég vonast til að geta staðið við en þau eru eftirfarandi:

  1. Skrifa ekki illa um nokkra manneskju eða gera lítið úr henni með háði, spotti eða öðrum stílbrögðum.
  2. Vera eins málefnalegur og ég hef dómgreind til, og svara ekki skætingi i sömu mynt.
  3. Skrifa bara þegar ég er í þokkalega góðu skapi og í sæmilegu jafnvægi.
  4. Skrifa sem minnst um persónulega hagi mína en því meira um hin ýmsu mál sem mér og vonandi öðrum eru hugleikin.
  5. Reyna að segja sem mest í sem fæstum orðum.

Mig langar í blábyrjun að segja smá sögu af sjálfum mér og einu samskiptunum sem ég hef átt við Pólverja. Þannig var að fyrir mörgum árum var ég háseti á fragtskipi sem sigldi til borgarinnar Gdansk sem er hafnarborg í Póllandi. Ég og annar háseti fórum á krá nokkra og reyndum að blanda geði við innfædda. Ég talaði bjagaða ensku og reyndi að afla mér upplýsinga um mannlíf en aðalega skemmtanalíf Pólverja en stemmingin á kránni var ekkert ósvipuð sveitaböllum á Íslandi. Ég spjallaði lengi við náunga nokkurn sem talaði álíka bjagaða ensku og ég en gat þó frætt mig þó nokkuð um "ástandið" í Póllandi sem var á þeim tíma kommúnískt ríki. Eftir nokkur glös og fróðlegt spjall spurði hann mig; "where are you from", sem mér fannst góð spurning enda hafði ég tekið eftir því á örstuttum sjómannsferli að íslendingum var allstaðar vel tekið. Ég svaraði því með stolti; "i am form Iceland", en ég gleymi seint undrunarsvipnum á "pólverjanum" þegar hann æpti nánast, "ME TOO".


Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband