Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

HAGKAUP GERIR MANNLÍFIÐ SKEMMTILEGRA

Þessi ákvörðun Hagkaups er svo sannarlega ekki út í loftið. Sjálfur vann ég í verslun í mörg ár og tók eftir því að mörg hjón fóru saman að versla þar sem karlinn réð engu um hvað fór ofan í körfuna, þetta átti oft við um hjón af eldri kynslóðinni. Karlinn gekk með körfuna og konan setti ofan í hana. Oftast var hann algerlega passívur. Það kom ótrúlega oft fyrir þegar maður spurði eldri karla hvort maður gæti aðstoðað, að þeir segðust vera að leita að konunni sinni.

Þess vegna lagði ég til að komið yrði nokkrum stólum fyrir þá svo þeir gætu slappað af og hvílt lúnar fætur. Þeir drukku kaffi og fyrir jólin voru piparkökur á boðstólnum. Þetta gafst mjög vel enda voru þeir miklu afslappaðri og oft átti ég gott spjall við þá meðan konan gat gefið sér góðan tíma að versla og hjónin fóru glöð út. Annars hef ég aldri skilið af hverju þau fóru yfirleitt saman að "versla" fyrst þeir höfðu svo litlu hlutverki að gegna en það kom mér bara ekkert við. Mannlífið er bara svo fjölbreytt og skemmtilegt.

En þetta er mjög sniðugt af Hagkaupum. Þeir eiga hrós skilið fyrir framtakið.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞINGBÆNDUR OG UMHVERFISBÓNDI

Ég legg til að ráðherrar verði að þingbændum en áfram yrði talað um þingmenn og þingkonur. Umhverfisbóndi hljómar best að mínu mati. En svona yrði listinn.

Björn Bjarnason, dómsmálabóndi
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsbóndi
Geir H. Haarde, forsætisbóndi
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisbóndi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisbóndi
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálabóndi
Kristján L. Möller, samgöngubóndi
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálabóndi
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisbóndi
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarbóndi

 


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER MYRKUR?

myrkurEinhverju sinni fyrir langa löngu var reynt að frelsa mig frá myrkrinu. Síðan þá hefur myrkrið verið mér hugleikið.

Myrkur er í sjálfu sér bara skortur á ljósi, það er svo sem allt og sumt. En þegar trúað fólk talar um myrkrið í heiminum á það við allt það vonda og illa sem ekki er komið frá Guði. Þannig er Guð ljósið en Satan myrkrið.

Ef ljós heimsins er Guð, er myrkur heimsins aðeins skortur á ljósi, en skortur á ljósi er hvorki efni né orka.

Það þarf orku til að lýsa upp götur og hús. Þetta hafa þeir hjá Orkubeitunni vitað lengi. Þeir senda okkur meira að segja reikning fyrir ljósin sem við notum til að glugga í jólabækurnar. Engum hefur ennþá dottið í hug að senda reikning fyrir myrkrinu enda er ekkert efni til að rukka fyrir.

En af hverju að berjast gegn því sem ekki er til og hefur aldrei verið til? Af hverju er farið í göngu gegn engu? Af hverju telur fólk að það sem ekki er til hafi svo vond áhrif á heiminn? Vissulega má líkja ýmsu böli við myrkur en væri ekki betra að berjast beint gegn bölinu?

ljósLjósið getur einnig staðið fyrir þekkingu og viðsýni. Þannig borgum við ekki bara Orkuveitunni fyrir hitan og ljósið heldur kostar stórfé og komu börnum okkar úr myrkri fáfræðinnar.

Ljósin á sjúkrahúsunum eru í ýmsum myndum en læknar og hjúkrunarfólk notast við bestu þekkingu og kunnáttu til að halda í okkur líftórunni svo við getum notið ljóstýrunnar ögn lengur og séð börnin okkar verða að menntuðu og víðsýnu fólki. Rosaleg er þetta væmið!

En ljós og myrkur eru vond orð til að lýsa heiminum. Þekking er ekki alltaf ljósið og fáfræði þarf ekki að vera myrkrið. Er kjarnorkusprengja sem springur ljós þekkingar auk hins bókstaflega ljóss og þeirrar orku sem hún gefur frá sér?

Brauð gefur hitaeiningar sem við þörfnumst til að lifa. Ef brauð er ljós, er myrkrið brauðskortur. Ef vatn er ljós, er skortur á vatni myrkur. Ef Guð er ljós, er Satan myrkrið og þess vegna er hann ekki til frekar en ekkert brauð eða ekkert vatn. Hann getur aðeins verið skortur á Guði en hefur enga sjálfstæða tilvist eins og skortur vatni og brauði sem er mikið böl.

Ljós og myrkur eru hvítar og svartar andstæður en það eykur ekki skilning okkar að flokka litróf mannlífsins í myrkur og ljós.

Ljósið í myrkrinu er þó að myrkrið er hvorki efni né orka. Það er hvorki hægt að virkja það né selja, en í heimi þar sem allt er til sölu, meira að segja hugmyndir, hefur engum kaupsýslumanni dottið í hug að sýsla með myrkrið nema til að hræða okkur í ýmsum hrollvekjum.

Faðir minn sagði að draugar hefðu  horfið með rafmagnsljósinu en eins og flestir vita eru draugar ekki til en það sem ekki er til þrífst mjög vel í myrkrinu.


HVAR ER DRENGJAVERÖLDIN?

Feminist1Karlar eru hinu nýju gyðingar sem stjórna samfélaginu, eru bæði betur launaðir og hygla hverjir öðrum.

Í viðtali við hina nýju jafnréttisstýru sagði hún að "ekkert gengi" að koma á jafnrétti kynjanna. Þetta sagði hún þó þrátt fyrir að mesta bylting mannkynssögunnar hefur átt sér stað. Mér er til efs að meiri breytingar án stríðs, náttúruhamfara, blóðsúthellinga eða sjúkdóma hafi orðið frá því fólk fór að ganga upprétt, sem breyttu jafn miklu á jafn stuttum tíma. Þessar breytingar hafa orðið án refsinga og fangelsa og útrýmingarbúða enda hafa vestræn samfélög svo sannarlega gengið til góðs að flestu leiti. Frelsi til orðs og æðis hefur aldrei verið meira. En þó gengur "ekkert" í jafnréttismálum" eða bara "alltof hægt". Og það versta er að femínistar vilja lengri fangelsisdóma og vilja fangelsisvæða lesti karlanna en sjúkdómsvæða bágborna stöðu kvennanna. þess vegna þarf fleiri fangelsi fyrir karlanna og lengri dóma og hjálp fyrir konurnar.

stereotypes-thumbFyrir nokkrum áratugum fóru nánast engar konur í háskóla, nú eru þær í meirihluta en þrátt fyrir allt sem áunnist hefur er það ekki nóg. Ekkert er nóg.  Af hverju ekki? Ef búin væri til kúrfa yfir árangurinn sem hefur náðst væri hún stöðug upp á við. 

Allar tölur sem segja að ástandið sé nokkuð gott þegar kemur að jafnrétti kynjanna er hafnað en hinum hampað sem draga nógu dökka mynda af ástandinu, konum í óhag. Þegar strákar detta úr skóla er það ekki talið með eða þegar þeir drekka sig í hel.

Áður en lög um reykingabann á veitingahúsum tók gildi hafði um helmingur reykingafólks tekið upp á því að hætta. Áróður og ábendingar duga vel í frjálsum samfélögum þar sem flestir, konur og karlar, tekst bara flestum ágætlega að hafa vit fyrir sjálfum sér og standa með sjálfu sér.

22249046Þegar fullyrt er að samfélagið sé karlasamfélag eða drengjasamfélag er horft til launamunar og hversu margir karlar eru á þingi, hversu margir eru forstjórar og svo framvegis. En fyrir nokkrum aratugum var ekki ein einasta kona forstjóri, kannski ein og ein á þingi en meginþorri kvenna voru heimavinnandi húsmæður.

Fyrir ekki svo löngu síðan urðu engar breytingar á meðan karlar og konur hokruðu allt sitt líf, allt var í sama gamla farinu. Amma mín sem fæddist á Hornströndum lifði í raun í þúsund ár. Það má segja að þjóðin hafi verið í hlekkjum, já í hlekkjum kyrrstöðu.

Kynjafræði og aðrir greinar eru ágætar til að víkka sjóndeildarhring okkar en það má ekki beita slíkum "fræðum" til að minnka frelsi fólks til að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinnu. Ráðningastjóri hvers fyrirtækis ætti sjálfur að fá að ráða þann sem hann telur hæfastan enda hefur fyrirtækið ekki efni á öðru. Vel má vera að karlráðningastjóri hafi meiri trú á einstaka körlum sem hann kannast við úr skóla en sú "regla" mun smátt og smátt gilda líka um konur eftir því sem þeim  fjölgar í stjórnum fyrirtækja. En þrátt fyrir að þeir hlutir gangi fyrir sig á ljóshraða ef maður horfir hundrað ár aftur í tímann gengur "ekkert".

Einnig má benda á hversu "grunsamlega" margir yfirlýstir femínistar fá blogg sín auglýst sérstaklega. kannski þekkjast þær konur sem hafa verið saman í kynjafræði til hvor annarrar og finnst að sjálfsögðu skynsamlegra það sem kemur frá skoðanasystrum. Það er ekkert óeðlilegt.

Hins vegar var ég alltaf hrifinn af rauðsokkum en oft þarf ekki nema smá ábendingu til að venjulegt fólk sem hefur skilning, dómgreind og hugmyndaflug til að innbyrða byltingarkenndar ábendingar sem ekki eru bara teknar til greina heldur lifa hugmyndir rauðsokka og annarra "furðufugla" ágætu lífi og eru hluti af hugmyndaflórunni.

Hvítir miðaldar karlar eða bara karlar yfirleitt hafa engin sérstök "karllæg viðhorf" enda eru slíkir frasar aðeins til þess fallnir að gera okkur ómarktæka. Í mörg ár hefur verið alið á því að hvítir karlar séu bjórþambandi, valdasjúkir vitleysingar sem þurfi að stjórna með valdboði og hæfilegu femínísku rafstuði enda eru þeir bara ferkantaðir klunnar eins og Simpson og allir hinir skemmtilegu vitleysingarnir í sjónvarpinu sem eru með derhúfuna öfuga.

Við erum fyrir löngu búnir að ná, skilja og tileinka okkur hugmyndina um jöfn tækifæri kynjanna en mér hefur stundum fundist að þær konur sem blogga um femínisma og eru nýskriðnar úr kynjafræði séu að vísindavæða skoðanir sem eru í eðli sínu pólitískar og aldrei verður sátt um. Í krafti kynjafræðinnar er verið að koma á öflugu en óþörfu eftirliti sem skapar fleiri og fleiri störf eins og gerðist í Sovétríkjunum en þar þurfti gríðarlegt eftirlit með ferköntuðu fólki sem hagaði sér ekki eftir hringlóttum sannindum. Sumir kölluðu þetta eftirlit KGB.

Drengjaveröldin er ekki bara á "toppnum." Kannski ættu femínistar að víkka sjóndeildarhringinn og taka rútu á litla-Hraun til að kynnast drengjaveröldinni þar. Jafnvel að spila fótbolta við fanganna, Talið bara við Bubba Morteins, hann er einn  af þessum ofvirku drengjum. Slík ofvirkni getur leitt til mikilla sigra og algers skipsbrots.

Guðný Halldórsdóttir sem bísnaðist yfir drengjaveröldinni - sjá þetta BLOGG Sverris - ætti að vera með í rútunni.


PAUL ER EKKI SÁ FYRSTI

það var Ingólfur Arnarson, Úlfljótur og fleiri.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt  allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög.  Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað. Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi.  Nokkrar  ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.  Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið. Grein


mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRJÁLSLYNDIR ÓÞARFIR?

þegar helsta baráttumál frjálslyndra er; að leggja ungan mann niður, ala á ótta við útlendinga og leggja besta veiðistjórnunarkerfi í heimi niður, veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé tími til kominn fyrir frjálslynda að leggja sig.
mbl.is Opnun landamæra greiddi ekki götu glæpamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEFURINN MIKLI

Moggi allra landsmanna.

Nú er mogginn, moggi allra landsmanna byrjaður að birta tölur úr heimilisbókhaldi Britneyju Spears. Einstakir liðir í bókhaldi hennar koma okkur svo sannarlega við og verður spennandi að fylgjast með einstökum liðum fram eftir vetri. Hversu mörg skópör á hún? Hvað á hún margar nærbuxur, buxur, boli og annað glingur? Gaman væri einnnig að vita hversu marga metra af skeinipappír daman brúkar á mánuði? Þvær hún sér um hendurnar á eftir? Hversu oft dettur hún í það? Hversu oft gerir hún do do? Með hverjum og af hverju?

vefurinn mikli

 Veraldarvefurinn.

Þessar fréttir moggans af Birtneyju er gott dæmi um það sem engum hefði dottið í hug fyrir 13 árum, hvað þá fyrir 50 árum, að væri mögulegt. Hverjum hefði dottið í hug þegar fyrstu öldur ljósvakans brotnuðu á strönd 21. aldarinnar að við gætum sagt okkar skoðun á fréttunum úr einskonar símarafmagnsritvél sem næstum því allir landsmenn kynnu á og hefðu aðgang að. Svo hefur tækninni fleygt fram að nú geta lesendur netútgáfu Morgunblaðsins bætt einhverjum gullkornum við frá eigin brjóstum um Britneyju. Alþýða þessa lands, til sjávar og sveita, getur sagt skoðun sína umbúðalaust og milliliðlaust um stúlkukindina.

Honum Guðmundi bónda í sveitinni hefði þótt gaman af þessari nýju tækni.


mbl.is Britney kaupir föt fyrir milljón á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÓKABRENNA

bókabrenna

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband