Ókeypis kynning á frambjóðanda

Hver er fréttin? Fyrirsögnin lofar góðu, "Margt líkt með Íslandi og fyrrum Afríkunýlendum" og maður á von á einhverju bitastæðu frá sérfræðingi í skuldastýringu Afríkuríkja en svo kemur í ljós að "vitnið" er frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar.

Í hverju einasta flokki eru fátækir frambjóðendur sem eru jafnframt sérfræðingar og fræðimenn sem hægt væri að fá til að tala illa um hina flokkana eftir pöntun. Þó ekki nema til að vekja athygli á sjálfum sér og sínu framboði.

Hagfræðingurinn og sérfræðingurinn vék fyrir frambjóðandanum þegar hann komst að þessari merkilegu niðurstöðu: "að hér á landi hafi verið við völd spilltur stjórnmálaflokkur með nánast alræðisvald sem hafi rústað stjórnsýslunni."

Hér er ekki frétt á ferðinni, heldur ókeypis kynning á frambjóðanda.


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hversu oft hefur ekki verið rætt við ráðherra og þingmenn um mikilsverð málefni án þess að það hafi verið lastað sérstaklega sem "kynning" og "áróður" fyrir viðkomandi?

Það hefur verið of lítið gert að því að tala við frambærilegt og frótt fólk, sem hefur mikla þekkingu á einstökum málaflokkum, eins og Þór Saari er gott dæmi um.

Þóra Kristín fer á vettvang nýs framboðs og finnur ágætan fréttapunkt sem er góður til umhugsunar. Ég sé bara ekkert athugavert við það.

Eða átti Þóra Kristín alls ekki að segja neitt frá framboðinu eða að finna eitthvað bitastætt þar?

Ómar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jú, jú, mikil ósköp. það er ekkert að því að kynna frambjóðendur og ég efast ekki um að frambjóðandinn sé hæfur á sýni sviði En Þóra Kristín kynnti Þór fyrst og fremst sem hagfræðing og sérfræðingi í skuldastýringu Afríkuríkja sem hefur komist að þeirri óvenjulegu niðurstöðu að, "hér á landi hafi verið við völd spilltur stjórnmálaflokkur með nánast alræðisvald sem hafi rústað stjórnsýslunni."

Hún hefði til dæmis mátt biðja frambjóðandann að færa rök fyrir máli sínu og spyrja hann betur út í fullyrðinguna. Var það fræðimaðurinn Þór sem komst að niðurstöðunni eða frambjóðandinn Þór? 

Annars á ég ekki að vera að deila við góðan fréttamann (Ómar) um fréttir en tel að Þóra hefði átt að byrja á að kynna manninn sem frambjóðanda!

Benedikt Halldórsson, 4.3.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband