EKKI REKA ÞJÁLFARANN, LESIÐ BÓKINA „ERTU VISS.“

Í þessu tilfelli er sennilega bara um óheppni að ræða. Tilviljanir eru ekki á ábyrgð þjálfara. 

Í bókinni „Ertu viss“ eftir Thomas Gilovicher, er talað um klasa; þegar sama gerð, hvort sem það eru rauðar kúlur í krukku fullri af mislitum kúlum, margir sigrar í röð eða mörg töp í röð í íþróttum klasast saman.

Þessi umtalaði tapleikur stafar ekki af lélegum mannskap eða lélegum þjálfara eða skorti á að leikmenn líti í eigin barm, enda er liðið gott.

Tapið er hrein tilviljun. Varla er íslenska landsliðið í fótbolta laus undan oki tilviljana?

Ef forráðamenn KSÍ tækju sig til og köstuðu teningum í nokkra klukkutíma sæu þeir að tap íslenska landsliðsins er tilviljun. Ef niðurlægjandi „tap“ er númer fimm á teningnum mun slíkt „tap“ koma upp í eitt af hverjum sex skiptum að meðaltali. En það er bara ekki svo einfalt. Talan fimm er óútreiknanleg og kemur alls ekki upp í sjötta hvert skipti, bara alls ekki. Einstaka sinnum kæmi hún meira að segja upp nokkrum sinnum í röð, það sama gildir reyndar með hinar tölurnar. Hvað gæti KSÍ gert í því? Rekið heilladísirnar?

Bókin „Ertu viss“ er gott lesefni til að draga úr hinni miklu þjálfarahjátrú og er líka góð vörn gegn ýmsum öðrum bábiljum.


mbl.is „Þjálfarinn ábyrgur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu alveg snar ??

BJ (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:34

2 identicon

Mesta rugl sem hefur verið ritað.

Sjonni (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég held að það sé ekki hægt að boða til nýrra sveitastjórnakosn. Bara þingk. Treysti mér því ekki til að svara könnuninni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.10.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sigurgeir, það er nú í góðu lagi. Ég fer að taka hana niður vegna bráðlega enda breytast hlutföllin ekkert.

Sjonni, hvað af því sem ég ritaði er rugl? Allt? Sumt? Hvað? Það væri gaman ef þú rökstyddir mál þitt og ennþá skemmtilegra ef þú þyrðir að koma fram undir fullu nafni.

Benedikt Halldórsson, 19.10.2007 kl. 12:30

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Meiri lætin út af þessu leik

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er hrein snilldarfærsla ertu viss er greinilega púra heimspeki.

JGuð telur að skoðanakannanir séu marktækar þegar 500 hafa svarað, bíddu aðeins með að taka hana út.

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 145761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband