Kók og kraftaverk

Coca Cola samsteypan ætti að leggja stórfé í hjálparstarf, ekki bara á Haíti heldur út um allan heim, svona til að launa hinum 25 ára gamla Haítíbúa greiðan þegar hann þakkaði Coka Cola lífgjöfina. Hann þurfti ekki að minnast á drykkinn sem allstaðar er seldur enda skiptir ekki máli hvaða vökva hann innbyrti í prísundinni.  Hann drakk líka bjór án Þess að tegundarinnar væri getið og borðaði nafnlausar kökur.

Segjum sem svo að hann hefði nefnt bjórtegundina Prestige en það er einmitt vinsæll bjór frá Haítí. Hafa verður í huga að maðurinn var nær dauða en lífi þegar hann fannst og varla fær um að tala. Er líklegt að fréttamenn segðu að hann lifði 11 sólarhringa vist í rústunum með því að drekka bjórinn Prestige? Ég held ekki.

Það er keppst um að búa til fyrirsagnir, ein er svona: "Quake Survivor Lived On Beer For 11 Days", en í annarri er talað um kökur og bjór en ekki minnst á Coca Cola "Survivor lived on beer and cookies".

En það er óhætt að segja að Coca Cola hefur aldrei komist eins nálægt því að gera kraftaverk og einmitt þessa daganna: "Miracle after Haiti search efforts end: Man found after drinking Coca-Cola to survive for 11 days" 

 Svona fyrirsagnir gera að minnsta kosti kraftaverk í sölu á kók.


mbl.is Lifði á Coca-Cola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband